Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír sautján ára með kannabis
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 12:14

Þrír sautján ára með kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan ökumann um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í bifreiðinni með piltinum, sem er sautján ára, voru tveir jafnaldrar hans. Lögregla fann kannabisefni og áhöld til neyslu þeirra í bílnum.

Piltarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Einn þeirra kvaðst hafa keypt efnið, eftir að þeir hefðu skotið saman fyrir því, og væru þeir búnir að nota hluta þess. Þar sem þeir hafa ekki náð átján ára aldri var barnaverndarnefnd gert viðvart um atvikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024