Þrír piltar staðnir að kannabisneyslu
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af þremur sautján ára piltum, sem voru að neyta kannabisefna. Piltarnir voru í íbúð í umdæminu þegar lögreglumenn bar að garði. Þar voru tæki og tól til kannabisneyslu, auk þess sem mikil kannabislykt var í húsnæðinu. Piltarnir heimiluðu leit á sér og í úlpuvasa eins þeirra fannst kannabisefni. Þeir voru fluttir á lögreglustöð og barnaverndarnefnd gert viðvart um málið.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann