Þrír óku undir áhrifum fíkniefna
Þrír voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi, tveir karlar og ein kona og var eitt þeirra að auki án ökuréttinda.
Annar karlinn og konan eru um tvítugt, en hinn karlinn er tæplega fimmtugur. Fólkið var tekið við hefðbundið eftirlit lögreglu, sem veitti aksturslagi þess athygli.