Þrír nýir læknar til HSS
Þrír nýir læknar hafa tekið til starfa við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það eru þeir Sigurjón Kristinsson, sérfræðingur í heimilislækningum, Bragi Þór Stefánsson, heilsugæslulæknir og Guðjón Karlsson lyf- og hjartalæknir.
Sigurjón hefur verið ráðinn yfirlæknir á heilsugæslu HSS. Hann er sérfræðingur í heimilislækningum frá Noregi þar sem hann starfaði um árabil. Hann flutti aftur til Íslands árið 1999 og starfaði fyrst í Keflavík, fór síðan til Reykjavíkur og þaðan til Vestmannaeyja árið 2001 þar sem hann tók við yfirlæknisstöðu. Sigurjón hefur nú starfað við heilsugæslu HSS frá september 2004. Sigurjóni er óskað velfarnaðar í nýju hlutverki á HSS.
Bragi hefur starfað hjá HSS í afleysingum síðast liðnu mánuði. Hann hefur starfað víða en verið heilsugæslulæknir á Dalvík frá árinu 1982.
Guðjón kemur hingað frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið í framhaldsnámi frá árinu 1998. Guðjón er með sérfræðimóttöku á miðvikudögum.
Sigurjón hefur verið ráðinn yfirlæknir á heilsugæslu HSS. Hann er sérfræðingur í heimilislækningum frá Noregi þar sem hann starfaði um árabil. Hann flutti aftur til Íslands árið 1999 og starfaði fyrst í Keflavík, fór síðan til Reykjavíkur og þaðan til Vestmannaeyja árið 2001 þar sem hann tók við yfirlæknisstöðu. Sigurjón hefur nú starfað við heilsugæslu HSS frá september 2004. Sigurjóni er óskað velfarnaðar í nýju hlutverki á HSS.
Bragi hefur starfað hjá HSS í afleysingum síðast liðnu mánuði. Hann hefur starfað víða en verið heilsugæslulæknir á Dalvík frá árinu 1982.
Guðjón kemur hingað frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið í framhaldsnámi frá árinu 1998. Guðjón er með sérfræðimóttöku á miðvikudögum.