Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír nýir heiðursfélagar VSFK
Föstudagur 4. janúar 2013 kl. 10:28

Þrír nýir heiðursfélagar VSFK

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis fagnaði 80 ára afmæli þann 28. desember sl. Afmælinu var fagnað með útgáfu afmælisrits sem borið var inn á hvert heimili á starfssvæði stéttarfélagsins.

Á þessum tímamótum voru þrír félagar gerðir að heiðursfélögum VSFK. Það eru þeir Jóhannes S. Guðmundsson, Guðjón Arngrímsson og Björn Jóhannsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðfylgjandi mynd eru f.v.: Signý Hermannsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Jóhannes S. Guðmundsson, Kristjana Kjartansdóttir, Hrönn Sigmundsdóttir og Björn Jóhannsson.