Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír nemendur úr Byrginu ljúka áfanga úr FS
Mánudagur 27. maí 2002 kl. 10:23

Þrír nemendur úr Byrginu ljúka áfanga úr FS

Þrír nemendur úr hópi þeirra sem eru í langtíma endurhæfingarmeðferð í Rockville, luku 1. áfanga í lífsleikni 103, 6. maí sl. Í janúar hófst skólastarf í Byrginu á vegum Fjölbrautarskóla Suðurnesja og var um að ræða nokkurs konar tilraunaverkefni. Kennt hefur verið í Rockville tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga, og hafa kennararnir Marta Eiríksdóttir og Þorvaldur Sigurðsson frá F.S. séð um kennsluna undir stjórn Ólafs J. Arnbjörnssonar skólameistara.

Verkefnið gekk vonum framar og þann 24. maí s.l. var svo haldið upp á útskrift þriggja nemenda í Rockville. Í því tilefni kom Ólafur J. Arnbjörnsson skólameistari F.S. í Rockville ásamt kennurum, afhenti prófblöð og talaði til meðferðarhópsins, alls um 60 manns, sem var saman komin í samkomusal Rockville.
Áætlað er að skólastarf hefjist aftur í september n.k., og verður þá væntanlega bætt við fleiri fögum. Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins segir að skólastarfið s.l. vetur hafi haft sterk jákvæð áhrif á meðferðarárangur þeirra sem stunduðu námið svo og á meðferðarstarfið í heild.

Þeir sem útskrifuðust eftir þennan fyrsta áfanga eru: Haukur Kristófersson, Freddý Söderberg, og Árni V. Magnússon .

Byrgið vildi nota tækifærið og þakka Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir framlag þeirra til starfseminnar og fyrir ánægjulegt samstarf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024