Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Þrír meðal fjögurra efstu í stærðfræði í 4. bekk
Laugardagur 26. janúar 2013 kl. 07:05

Þrír meðal fjögurra efstu í stærðfræði í 4. bekk

Þegar niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2012 eru skoðaðar kemur í ljós að þrír af grunnskólum Reykjanesbæjar eru meðal fjögurra efstu í stærðfræði í 4. bekk, á landsvísu. Heiðarskóli er efstur, Holtaskóli í þriðja sæti og Myllubakkaskóli í því fjórða, auk þess sem Njarðvíkurskóli er yfir landsmeðaltali á prófinu.  Miklar framfarir hafa einnig orðið í stærðfræði 4. bekkjar í Grunnskólanum í Sandgerði, sem er á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, og er sá skóli í ellefta sæti yfir landið.

Þessi ánægjulegu tíðindi styrkja skólana í því að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem unnið hefur verið í anda framtíðarsýnar Fræðslusviðs Reykjanesbæjar.  Niðurstöðurnar hvetja skólana líka til að læra hver af öðrum og tileinka sér vinnubrögð sem skila árangri.
 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025