Þrír með fölsuð skilríki
Þrjú mál hafa komið upp hjá lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum vegna framvísunar falsaðra skilríkja í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Einstaklingur framvísaði ísraelsku vegabréfi sem reyndist vera breytifalsað. Annar framvísaði breytifölsuðu ítölsku vegabréfi, svo og ólöglega útgefnu ítölsku kennivottorði. Þriðji aðilinn framvísaði einnig breytifölsuðum skilríkjum.
Málin eru öll komin í hefðbundið ferli.