Þrír með fölsuð skilríki
Þrír einstaklingar hafa verið stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum dögum með fölsuð skilríki. Voru skilríkin ýmist grunnfölsuð eða breytifölsuð.
Einn þeirra gaf lögreglunni á Suðurnesjum þá skýringu að hann hefði séð vegabréfið sem hann framvísaði á borði veitingastaðar erlendis og tekið það ófrjálsri hendi.
Hinir gáfu óljósar skýringar á því hvernig þeir hefðu komið höndum yfir hin fölsuðu skilríki.