Þrír létust í umferðaslysi í Kúagerði
Þrír létust í hörðum árekstri fólksbifreiðar og jeppabifreiðar í Kúagerði á Reykjanesbraut sídegis í dag. Hjón fædd 1955 og 1951 voru í öðrum bílnum og létust þau bæði. Þrítugur maður úr hinum bílnum lést, en dóttir hans, fjögurra ára, slapp lifandi úr slysinu.
Talið er að stúlkan hafi sloppið lítið meidd en hún var flutt á Landspítala-háskólasjúkrahús til nánari skoðunar. Áreksturinn átti sér stað um klukkan 16.45 í dag þegar bílarnir tveir skullu saman með fyrrgreindum afleiðingum. Allt tiltækt lögreglulið í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík auk sjúkrabifreiða og tækjabíl slökkviliðsins var
kallað á staðinn. Tildrög slyssins eru óljós.
Talið er að stúlkan hafi sloppið lítið meidd en hún var flutt á Landspítala-háskólasjúkrahús til nánari skoðunar. Áreksturinn átti sér stað um klukkan 16.45 í dag þegar bílarnir tveir skullu saman með fyrrgreindum afleiðingum. Allt tiltækt lögreglulið í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík auk sjúkrabifreiða og tækjabíl slökkviliðsins var
kallað á staðinn. Tildrög slyssins eru óljós.