Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt
Miðvikudagur 20. júlí 2005 kl. 09:20

Þrír kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt

Rólegt var á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðar ók á 134 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Á dagvaktinni varð eitt minniháttar umferðaróhapp í umdæminu.  Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 127 km hraða á Reykjanesbraut.  Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.  Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot og einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, þrír á Reykjanesbraut og einn á Helguvíkurvegi.

Vf-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024