Þrír í vímuakstri
Lögreglan á Suðurnesjum hafði á dögunum afskipti af rúmlega tvítugum ökumanni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann játaði að hafa notað slík efni fyrr um kvöldið. Þá voru höfð afskipti af öðrum ökumanni, sem einnig var grunaður um fíkniefnaakstur. Þriðji ökumaðurinn vakti svo athygli lögreglu, þar sem vitað var að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Lögregla fylgdist með honum, þar sem hann skrapp inn í verslun. Þegar hann kom út aftur þóttist hann ætla að fara inn í bílinn farþegamegin þegar hann sá lögreglubílinn dóla fram hjá. Ekki leið á löngu þar til að hann var kominn í bílstjórasætið og var í þann mund að aka af stað þegar lögregla stöðvaði hann. Hann reyndist, auk réttindaleysisins, vera vel hífaður undir stýri.