Þrír í kannabisakstri og einn ölvaður
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gær ökumann vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kannabis. Tveir ökumenn til viðbótar, sem lögregla hafði afskipti af reyndust einnig hafa neytt kannabisefna. Mennirnir eru allir í kringum tvítugt.
Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann væri ölvaður við aksturinn. Maðurinn, sem er á á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast ökuréttindi.