Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír í fíkniefnaakstri
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 10:25

Þrír í fíkniefnaakstri

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum handtekið þrjá ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var með átta grömm af amfetamíni innanklæða. Einnig fannst lítilræði af efninu heima hjá honum. Annar var réttindalaus og játaði hann neyslu fíkniefna. Hinn þriðji reyndist einnig hafa neytt fíkniefna. Bifreið hans var óskoðuð og ótryggð og voru númerin klippt af henni.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Annar ók á 117 kólómetra hraða og hinn mældist á 111 kílómetra hraða. Báðir óku Grindavíkurveg þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024