Þrír handteknir er samkvæmi leystist upp í slagsmál
Þrír aðilar voru handteknir eftir að samkvæmi í heimahúsi í fjölbýlsihúsi við Heiðarból í Keflavík leystist upp í slagsmál í nótt. Hurð að íbúðinni var skellt á lögreglumann sem klemmdist milli stafs og hurðar með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Hurðin brotnaði.Milli 20 og 30 manns voru í samkvæminu og höfðu kvartanir borist til lögreglu. Þegar laganna verðir komu á staðin voru mikil læti og fljótlega leystist samkvæmið upp í slagsmál í íbúðinni sem bárust fram á stigagang. Tveir voru handteknir þar og sá þriðji þegar hann kom á lögreglustöðina til að gera athugasemdir við aðgerðir lögreglu.
Lögreglan hafði tal af húsráðanda sem sagðist hafa verið sofandi og mun hafa sofnað skömmu eftir að hann hleypti nokkrum einstaklingum inn í íbúðina.
Lögreglan hafði tal af húsráðanda sem sagðist hafa verið sofandi og mun hafa sofnað skömmu eftir að hann hleypti nokkrum einstaklingum inn í íbúðina.