Þrir grunaðir um akstur undir áhrifum
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt þrjá ökumenn grunaða um að aka undir áhrifum. Tveir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og einn um ölvun. Einn þeirra fékk að gista fangageymslu. Þar gisti einnig útlendingur sem stöðvaður var við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Skilríki hans voru ekki í lagi, samkvæmt því sem visir.is greinir frá.