Þrír bátar slitnuðu frá bryggju og rak upp í fjöru í Sandgerði
Þrír bátar, Maggi Jóns KE 77, Happadís KE 83 og Ester GK 47, slitnuðu upp í Sandgerði í nótt og rak upp í fjöru. Björgunarsveitin Sigurvon var kölluð út um kl. 08 í morgun til að bjarga bátunum. Tveimur bátum hefur þegar verið bjargað, en sá þriðji, Maggi Jóns, er enn í fjörunni og beðið er flóðs til að ná honum á flot að nýju.
Bátarnir þrír sem slitnuðu frá norðurbakkanum í Sandgerði voru bundnir saman og rak þá þannig upp undir fjöru uns þeir tóku niðri. Þar er sand- og eðjubotn og er talið að litlar skemmdir hafi orðið á bátunum við atvikið.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Bátarnir þrír sem slitnuðu frá norðurbakkanum í Sandgerði voru bundnir saman og rak þá þannig upp undir fjöru uns þeir tóku niðri. Þar er sand- og eðjubotn og er talið að litlar skemmdir hafi orðið á bátunum við atvikið.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson