Föstudagur 12. ágúst 2005 kl. 09:48
Þrír á hraðferð
Þrír ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík í gær, tveir á Grindavíkurvegi og einn á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 118 km þar sem hámarkshrað er 90 km. Þá var eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu. Tíðindalaust var á næturvaktinni.