Laugardagur 11. desember 2004 kl. 11:56
Þrír á hraðferð
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær. Einn var tekinn á Reykjanesbraut og mældist hann á 121 km hraða og tveir á Skólaveg við Sóltún. Sá sem hraðar ók mældist á 58 km hraða.