Þrír 13 ára í innbroti
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning í gærkvöldi um að verið væri að brjótast inn í áhaldageymslu Hitaveitu Suðurnesja við Bakkastíg. Lögreglan fór þegar á staðinn og stóð þar þrjá 13 ára pilta að verki við að reyna að brjótast inn í geymsluna.
Drengirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hringbraut og sóttir þangað af foreldrum.
Fjórir aðilar voru teknir fyrir of hraðan akstur á dagvakt lögreglunnar í gær. Sá er ók hraðast var á 125 km hraða á Reykjanesbraut.
Drengirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hringbraut og sóttir þangað af foreldrum.
Fjórir aðilar voru teknir fyrir of hraðan akstur á dagvakt lögreglunnar í gær. Sá er ók hraðast var á 125 km hraða á Reykjanesbraut.