Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriggja milljarða kvóti á borði Grindavíkur
Óli á Stað er í eigu Stakkavíkur sem er fyrir ofan aflaheimilidir í krókamarkskerfinu.
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 06:00

Þriggja milljarða kvóti á borði Grindavíkur

- Þúsund tonn fylgja bátnum

Bæjarstjórn Grindavíkur óskaði á fundi sínum 26. janúar síðastliðinn eftir fjögurra vikna fresti til að taka afstöðu til forkaupsréttar á bátnum Óla á Stað GK-99. Báturinn er í eigu Stakkavíkur og með honum fylgja um 1.000 tonn, þar af um 800 tonn af þorski. Verðmæti kvótans er nærri 3 milljarðar króna. Fyrirtækið hyggst selja bátinn þar sem það þarf að selja aflaheimilidr í krókamarkskerfinu því að það er fyrir ofan kvótaþak í því kerfi. 
 
Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Grindavík, myndi það hafa töluverð áhrif á atvinnulíf í Grindavík og störfum fækka bæði á sjó og landi ef ekkert kæmi í staðinn fyrir kvótann sem fylgir Óla á Stað. „Stakkavík hyggst hins vegar gera út annan bát og auka við aflaheimildir sínar í aflamarkskerfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá fyrirtækinu ætti störfum ekki að fækka vegna þessara breytinga,“ segir hann.
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða skal seljandi bjóða sveitarfélagi forkaupsrétt af bát ef selja á hann út fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið hefur fjórar vikur til að svara seljandanum um það hvort það hyggist nýta forkaupsréttinn. Kjósi sveitarfélagið að nýta forkaupsréttinn, skal það bjóða útgerðum með heimilisfesti í sveitarfélaginu að kaupa bátinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024