Þriggja daga hátíðarhöld í Grindavík
Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík í kringum sjómannadaginn ber nafnið Sjóarinn síkáti og verður ýmislegt skemmtilegt í boði alla helgina.
Dagskrá sjómannahátíðarinnar hefst að kvöldi föstudagsins 8. júní með sundlaugarteiti við Sundlaug Grindavíkur. Þar sér Dj. Svali um tónlistina auk þess sem Boxkastali verður á staðnum og boðið upp á hindrunarhlaup. Dagskráin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum 14-16 ára.
Upp úr hádegi á laugardag verður síðan boðið upp á skemmtisiglingu við höfnina og kappróður. Á milli kl. 14 og 18 verður ýmislegt í gangi í bænum: bílasýning, leiktæki, candy flos, björgunarsveitarbílinn verður á ferðinni og boðið upp á hestvagnaferðir. Í íþróttahúsinu verður sölusýning á íslensku handverki. Um kl. 15:30 verður barnaskemmtun í Festi. Um kvöldið er síðan ætlað þeim sem eldri eru: diskótek fyrir 16 ára og eldri og dansleikur í Festi fyrir 18 ára og eldri.
Sjómannadagurinn hefst með Grindavíkurhlaupinu kl. 10. Um hádeg mætir Bylgjulestin á svæðið og heldur uppi fjörinu. Sjómannamessan hefst kl. 13 og að henni lokinni hefjast hátíðarhöld við höfnina. Seinna um daginn verður söngskemmtun fyrir íbúa Víðihlíðar og gesti og kaffisala á vegum Kvenfélags Grindavíkur. Á sunnudeginum verða einnig leiktæki, bílasýning og handverksýning.
Dagskrá sjómannahátíðarinnar hefst að kvöldi föstudagsins 8. júní með sundlaugarteiti við Sundlaug Grindavíkur. Þar sér Dj. Svali um tónlistina auk þess sem Boxkastali verður á staðnum og boðið upp á hindrunarhlaup. Dagskráin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum 14-16 ára.
Upp úr hádegi á laugardag verður síðan boðið upp á skemmtisiglingu við höfnina og kappróður. Á milli kl. 14 og 18 verður ýmislegt í gangi í bænum: bílasýning, leiktæki, candy flos, björgunarsveitarbílinn verður á ferðinni og boðið upp á hestvagnaferðir. Í íþróttahúsinu verður sölusýning á íslensku handverki. Um kl. 15:30 verður barnaskemmtun í Festi. Um kvöldið er síðan ætlað þeim sem eldri eru: diskótek fyrir 16 ára og eldri og dansleikur í Festi fyrir 18 ára og eldri.
Sjómannadagurinn hefst með Grindavíkurhlaupinu kl. 10. Um hádeg mætir Bylgjulestin á svæðið og heldur uppi fjörinu. Sjómannamessan hefst kl. 13 og að henni lokinni hefjast hátíðarhöld við höfnina. Seinna um daginn verður söngskemmtun fyrir íbúa Víðihlíðar og gesti og kaffisala á vegum Kvenfélags Grindavíkur. Á sunnudeginum verða einnig leiktæki, bílasýning og handverksýning.