Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 7. júní 2001 kl. 11:04

Þriggja daga hátíðarhöld í Grindavík

Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík í kringum sjómannadaginn ber nafnið Sjóarinn síkáti og verður ýmislegt skemmtilegt í boði alla helgina.
Dagskrá sjómannahátíðarinnar hefst að kvöldi föstudagsins 8. júní með sundlaugarteiti við Sundlaug Grindavíkur. Þar sér Dj. Svali um tónlistina auk þess sem Boxkastali verður á staðnum og boðið upp á hindrunarhlaup. Dagskráin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum 14-16 ára.
Upp úr hádegi á laugardag verður síðan boðið upp á skemmtisiglingu við höfnina og kappróður. Á milli kl. 14 og 18 verður ýmislegt í gangi í bænum: bílasýning, leiktæki, candy flos, björgunarsveitarbílinn verður á ferðinni og boðið upp á hestvagnaferðir. Í íþróttahúsinu verður sölusýning á íslensku handverki. Um kl. 15:30 verður barnaskemmtun í Festi. Um kvöldið er síðan ætlað þeim sem eldri eru: diskótek fyrir 16 ára og eldri og dansleikur í Festi fyrir 18 ára og eldri.
Sjómannadagurinn hefst með Grindavíkurhlaupinu kl. 10. Um hádeg mætir Bylgjulestin á svæðið og heldur uppi fjörinu. Sjómannamessan hefst kl. 13 og að henni lokinni hefjast hátíðarhöld við höfnina. Seinna um daginn verður söngskemmtun fyrir íbúa Víðihlíðar og gesti og kaffisala á vegum Kvenfélags Grindavíkur. Á sunnudeginum verða einnig leiktæki, bílasýning og handverksýning.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024