Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ
Mánudagur 3. október 2016 kl. 11:34

Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ

Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir og um helgina. Í Reykjanesbæ lentu þrír bílar saman og voru skemmdir það miklar að fjarlægja þurfti þá með dráttarbifreið af vettvangi. Einn þeirra var kyrrstæður en ökumenn hinna tveggja voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Á Stapagötu lentu tveir bílar saman þegar þeir voru að mætast í sveigju sem er á veginum. Ökumenn beggja voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn. Þar að auki rákust tveir bílar saman á hringtorgi á Njarðarbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024