Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 20. október 2004 kl. 14:54

Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ

Betur fór en á horfðist þegar þrír bílar skullu saman við gatnamót Hringbrautar, Flugvallarvegar og Frekjunnar í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í dag.

Tveir jeppar og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að flytja þurfti ökumann fólksbifreiðarinnar á HSS til frekari skoðunar. Lögreglumaður á vettvangi sagði áverka ökumanns fólksbifreiðarinnar ekki mjög alvarlega. Fólksbifreiðin var illa farin en jepparnir tveir sluppu mun betur.

VF-myndir/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024