Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriggja bíla árekstur á mótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík
Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 18:19

Þriggja bíla árekstur á mótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík

Mínútu fyrir kl. 10 í morgun var tilkynnt um að þrjár bifreiðar hafi lent saman á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík.  Engin meiðsl urðu á fólki, en ökutækin skemmdust töluvert.

Á níunda tímanum í morgun var tilkynnt að bifreið hafi verið ekið með eitt hjólið ofan í holu á Flugvallarvegi í Keflavík, með þeim afleiðingum að felgan skemmdist og hjólabúnaður gekk til, og bifreiðin varð óökufær eftir.

Þegar klukkuna vantaði þriðjung í ellefu í morgnu var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið utan við Hringbraut 67, Keflavík.  Vinstra framhorn bifreiðarinnar er skemmt, virðist vera eftir stóran hjólbarða.  Ekki vitað um tjónvald.

Og enn úr umferðinni, því í dag  var tilkynnt um árekstur milli bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík.  Lítið tjón, sem var afgreitt með tjónaformi tryggingafélagana.

Skemmdarvargar voru á ferð í Vogum í nótt eða um helgina, því í morgun var tilkynnt að búið væri að brjóta rúðu í kranabifreið sem staðsett er í Akurgerði í Vogum. Ekki er vitað um tjónvald.

Myndir frá slysstað á Hringbraut/Vesturgötu í morgun. VF-mynd: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024