Þriggja bíla árekstur á Hafnargötu í gærkvöldi
Þriggja bíla árekstur varð um kl. 22 í gærkvöld á Hafnargötu í Reykjanesbæ þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið og kastaðist sú á þá þriðju. Þrí aðilar hlutu minni háttar meiðsli í árekstrinum og tjón á bifreiðunum var einnig minniháttar.
Þá var 10 kg. gaskút stolið af fellihýsi í Njarðvík þar sem það stóð fyrir utan heimili eigandans.
Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en hann mældist á 95 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst.
Að öðru leyti var næturvaktin hjá lögreglunni á Suðurnesjum róleg.