Þriggja bíla árekstur á Hafnargötu
				
				Minniháttar þriggja bíla árekstur varð á Hafnargötunni í dag en um var að ræða aftanákeyrslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík. Lögreglan var kölluð á svæðið en engin meiðsli urðu á fólki og tjón bílanna var óverulegt.Að sögn vaktmanna hjá lögreglunni hefur lítið fréttnæmt átt sér stað á vaktinni.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				