Mánudagur 22. júlí 2002 kl. 11:39
Þriggja bíla árekstur á Hafnargötu
Þriggja bíla árekstur varð í gærkvöldi á Hafnargötu á móts við hús númer 66. Þar er talið að bílar hafa ekið of þétt og þegar sá fremsti stöðvaði fékk hann tvo bíla aftan á sig. Að sögn lögreglu urðu ekki slys á fólki og eignatjón var ekki mikið.