Þriggja bíla árekstur á Garðvegi
Þriggja bíla árekstur varð á Garðvegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá BS voru fjórir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en meiðsl voru minniháttar. Bílarnir eru talsvert skemmdir en tveir þeirra lentu utanvegar og sá þriðji snerist á veginum. Fjórði bíllinn náði að forðast árekstur með því að beygja út af.
Ekki er vitað um tildrög óhappsins en lögregla var fyrir stundu enn við störf á vettvangi.
Mynd: Frá vettvangi á Garðvegi fyrr í dag. VF-mynd: Ellert Grétarsson.