Þriggja bíla árekstur á Garðskagavegi
Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli þriggja bíla árekstri á Garðskagavegi milli Garðs og Sandgerðis á níunda tímanum í gærkvöldi.
Viðkomandi hugðist aka framúr bifreið en lenti á afturhorni hennar. Síðan lenti bifreið hans á kyrrstæðri bifreið sem var í vegaröxl. Farþegi í þeirri bifreið slasaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Flytja þurfi tvær bifreiðar burt með dráttarabifreið.
Mynd: Úr safni VF og tengist ekki slysinu sem um ræðir







