Þriggja bíla árekstur
All harður 3ja bíla árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík laust eftir hádegið í gær. Bifreið sem ekið var norður Hringbraut var beygt til vinstri áleiðis vestur Faxabraut í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Hringbraut. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem var kyrrstæð á Faxabraut. Einn ökumaður var fluttur á HSS til aðhlynningar. Meiðsl voru minniháttar. Fjarlægja þurfti eina bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.
Þrír ökumenn voru kærðir í gær fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 125 km.
VF-mynd/ [email protected]