Föstudagur 1. september 2006 kl. 18:15
Þriggja bíla árekstur
Þrír bílar skullu saman nú fyrir stundu á Njarðarbraut, til móts við Stapa og myndaðist mikil umferðarteppa af þeim sökum.
Ekki urðu nein meiðsl á fólki en einhverjar skemmdir urðu á farartækjunum. Þung umferð hefur verið á götum bæjarins í allan dag.
VF-myndir:elg