Þriggja bíla árekstur
Þriggja bíla árekstur varð á Hafnargötu í Keflavík móts við pósthúsið á föstudaginn. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður stöðvaði við gangbraut til að hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna eftir gangbraut. Bifreið sem kom þar á eftir stöðvaði einnig. Þriðja bifreiðin kom þá aðvífandi og lenti aftan á aftari bílnum sem síðast kastaðist á fyrsta bílinn. Minniháttar meiðsl urðu á einum aðila og tvo bíla þurfti að fjarlægja af vettvangi með dráttarbifreið.