Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriggja ára skilorð fyrir skattalaga- og bókhaldsbrot
Miðvikudagur 10. desember 2008 kl. 13:06

Þriggja ára skilorð fyrir skattalaga- og bókhaldsbrot

Hérðasdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldi í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og greiðslu sektar upp á 21,5 milljón króna vegna meiri háttar brota gegn skattalögum sem hann framdi við rekstur einkahlutafélags í Vogum.

Manninum var gefið að sök að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2007. Né heldur mun hann hafa staðið skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og ekki heldur staðið skil á greiðslum sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals að fjárhæð 2,6 milljónir. Þá var honum gerð sök vegna meiri háttar brota gegn bókhaldslögum með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald.
Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Hann hlaut í október dóm fyrir fíkniefnalagabrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024