Þriggja ára skilorð fyrir líkamsárás
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann á þrítugsaldri í þriggja ára skilorð vegna hættulegrar líkamsárásar er átti sér stað á veitingastaðnum Paddy´s í maí á síðasta ári. Hann sló mann í andlitið með glerflösku og einnig hnefahöggi. Fórnarlambið hlaut skurði í andlitið.
Hinn ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í fimm mánuði, skiliorðsbundið til þriggja ára, og að greiða þolanda rúmar 300 þúsund krónur í skaðabætur að viðbættum vöxtum og verðtryggingu.