Þriðji dagur heilsuviku
Í dag er þriðji dagur Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ sem nú stendur yfir. Á meðal dagskrárliða í dag er opið hús í Björginni frá kl. 11-16. Einnig verður opið hús í Yogahúsinu, Sjúkraþjálfun Suðurnesja og í Lundi. Nánari tímasetingar er hægt að sjá hér.
Í kvöld kl. 20 er fyrirlestur í boði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum undir heitinu „Lífsstíll í ójafnvægi“. Fyrirlesari er Matti Ósvald og fjallar hann um það helsta í lífsstíl okkar sem velur ójafnvægi, s.s. heilsuleysi, óþarfa aukakílóin, vanlíðan ýmis konar og hvaða einföldu leiðréttingar hafa gefist best til að snúa því til betri betri vegi.
Á sama tíma er svo málþing í húskynnum Bjargarinnar undir heitinu „Það geta allir misst geðheilsuna einhvern tímann á lífsleiðinni“
---
Gestir Vatnaveraldar nutu ljóðalesturs í gær í tilefni af Heilsu- og forvarnarvikunni. VFmynd/pket.