Þriðja göngudegi Sigvalda að ljúka
Þriðji leggur í Umhyggjugöngu Sigvalda Arnars Lárussonar hófst í morgun þegar hann lagði upp frá Laxárbakka og í Borgarnes. Þegar hann kom á Laxárbakka undir kvöld í gær hafði hann lagt að baki um 90 kílómetra.
Hópurinn kemur í Borgarnes um kl. 15 í dag en inni í skipulaginu var gert ráð fyrir að þessi dagur yrði stuttur göngugagur.
Sigvaldi segir að fyrsti göngudagurinn eftir Reykjanesbrautinni hafi verið erfiður og tekið sinn toll. Þannig séu ökklar orðnir bólgnir eftir þramm eftir malbikinu en blöðrur séu ekki að angra Sigvalda.
Á morgun verður lagt upp frá Borgarnesi kl. 09 og ekki stoppað fyrr en á Bifröst. Þar hefst svo erfiðasti leggurinn, yfir Holtavörðuheiði.
Rétt er að minna á að ganga kappans er til styrktar Umhyggju, langveikum börnum og er hægt að hringja inn styrki í eftirtalin númer:
901-5010 - 1.000 kr.
901-5020 - 2.000 kr.
901-5030 - 3.000 kr.