Þreyttur ökumaður út í móa
Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um undarlegt aksturslag á Reykjanesbraut. Þar hefði verið í gangi eins konar svigakstur á vegkaflanum milli Voga og Grindavíkur. Fylgdi sögunni að ökumaðurinn hefði ekið bifreiðinni út af veginum og eitthvert út í móa.
Lögregla hóf þegar að leita bifreiðar og ökumanns og fann hvoru tveggja á vegslóða við Vogana. Ökumaður tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur og því farið út af Reykjanesbrautinni til að leggja sig, sem var vitaskuld hið eina rétta í stöðunni.