Þrettándagleði í Reykjanesbæ á laugardaginn
Árleg þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ á laugardaginn og er dagskráin á þessa leið:
Kl. 18:30 - 19:30 Reykjaneshöll
Andlitsmálun fyrir yngstu krakkana.
Leiktæki og boðið upp á heitt kakó.
kl. 19:30 Skrúðganga
Skrúðganga frá Reykjaneshöll að Iðavöllum.
kl. 19:50 Iðavellir
Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar mæta á staðinn.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja og Lúðrasveit Tónlistarskólans leika og syngja.
kl. 20:20 Flugeldasýning
Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Fólk er minnt á bílastæði við Fjölbrautaskólann, íþróttahúsið við Sunnubraut og Samkaup.
Flugvallarvegur verður lokaður á milli Sunnubrautar og upp á Reykjanesbraut ofan Iðavalla á milli kl. 18:30 og 22:00.