Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettándagleði í Grindavík í dag en flugeldasýningu frestað
Miðvikudagur 6. janúar 2016 kl. 14:05

Þrettándagleði í Grindavík í dag en flugeldasýningu frestað

Þrettándagleði Grindvíkinga verður haldin í dag. Grindvískir krakkar banka upp á í heimahúsum og fyrirtækjum og sníkja sælgæti og síðan verður skemmtun í íþróttahúsinu síðdegis. Vegna veðurs verður flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar frestað til næsta laugardags klukkan 18:00.

Dagskránin í dag hefst klukkan 18:00 með andlitsmálun í anddyri íþróttahússins. Klukkan 19:00 hefst svo dagskrá í íþróttahúsinu en meðal þeirra sem koma fram er fimleikafólk, álfakóngur, álfadrottning, Sigga Mæja, Palli, Renata Ivan og fleiri. Nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Frá þrettándabrennu í Grindavík.