Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 11:58
Þrettándagleði aflýst í Reykjanesbæ
Þrettándagleði í Reykjanesbæ, sem fyrirhuguð var í dag, fellur niður vegna óhagstæðrar veðurspár. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes mun fara fram þegar betur viðrar.
Þrettándagleðinni var einnig frestað í síðustu viku vegna óveðurs.