Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 16:06
Þrettándaflugeldar á afslætti hjá Björgunarsveitinni Suðurnes
Þeir sem vilja kveðja jólin með hvelli á þrettándanum geta tryggt sér flugelda með 20% afslætti á morgun hjá flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Suðurnes við Holtsgötu í Njarðvík.
Á morgun er opið hjá Björgunarsveitinni Suðurnes vegna þrettándangleði í bænum. Opið er frá 12-19 á morgun föstudag.