Þrettándafagnaður í Reykjanesbæ síðdegis
Flugeldasýningarstjóri Björgunarsveitarinnar Suðurnes vonast til að þokan verða á bak og burt síðdegis þegar flugeldasýning á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ verður haldin. Mikið hefur létt til nú síðdegis í ljósaskiptunum.
Dagskrá þrettándahátíðahalda verður á hátíðasvæði Ljósanætur við Ægisgötu í Keflavík og hefst hátíðin kl. 18:00. Henni mun ljúka með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Verði þokan svona svört eins og þessa stundina í Reykjanesbæ verður fróðlegt að sjá flugeldasýninguna. Hins vegar gerir spá veðurstofunnar ráð fyrir að það fari að blása með kvöldinu og þá lætur þokan undan.
Flugeldasýning hefur þó áður verið haldin í þoku í Reykjanesbæ á þrettándanum fyrir um áratug eða svo. Hún var ekki síður flott en þá en ljósadýrðin var öðruvísi.