Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettándafagnaði í Vogum ekki frestað
Föstudagur 6. janúar 2006 kl. 14:33

Þrettándafagnaði í Vogum ekki frestað

Þrátt fyrir slæma veðurspá hefur þrettándafagnaði ekki verið skotið á frest í Vogum þar sem skemmtiatriðin fara fram í Tjarnarsal.

Þar verður mikil gleði, tónlist leikin og allir fá glaðning sem mæta í búningum. Heitt verður á könnunni og UMFÞ verður með sjoppu á staðnum. Andlitsmáling fyrir yngri krakka verður í Glaðheimum/félagsmiðstöð kl. 17.30 -18.30.

Ef veður leyfir verður flugeldasýning eins og áætlað var.

Mynd frá fagnaðinum í fyrra
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024