Þrettán útlendingum vísað frá landinu í vikunni
				
				
Þrettán útlendingum hefur verið vísað frá landinu í vikunni, þar af fjórum í dag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, voru flestir þeirra að reyna að vinna hér á landi ólöglega. Í sumum tilvikum gat fólkið, tólf karlar og ein kona, ekki sýnt fram á tilgang ferðar og í öðrum tilvikum með skilríki í ólagi.  Um er að ræða sex Pólverja, þrjá Bandaríkjamenn, 2 Litháa, einn Hvít-Rússa og einn Kenýubúa.  Jóhann segir að þeir sem hugðust vinna hér ólöglega hafi verið búnir að fá vinnu í iðnaði.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				