Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettán ungmenni verða í Ungmennaráði Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 2. nóvember 2011 kl. 15:37

Þrettán ungmenni verða í Ungmennaráði Reykjanesbæjar

Þrettán ungmenni verða kosin í Ungmennaráð Reykjanesbæjar (UNGÍR) en samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ sl. þriðjudag tillaga framsóknarmanna um málið með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan var lögð fram sl. haust en var send til frekari vinnslu í nefnd á vegum bæjarins og síðan samþykkt með nokkrum breytingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi framsóknarmanna sat fundinn á þriðjudag og var í skýjunum með framgang þessarar tillögu og einnig tillögu um siðarreglur fyrir kjörna fulltrúa bæjarins sem Framsókn lagði fram. Framsókn er aðeins með einn fulltrúa í bæjarstjórn og í minnihluta með Samfylkingu. Ekki er algengt að minnihlutaflokkar komi málum sínum svo vel í gegn í bæjarstjórn. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði á bæjarstjórnarfundinum að vonandi myndi unga fólkið nýta sér þennan vettvang sem UNGÍR væri. Það væri núna komið með markvisst tæki í sínar hendur og gæti komið málum á framfæri hjá bæjarstjórn.

Hér að neðan eru helstu atriðin sem falla undir starfsemi UNGRÁÐS skv. erindisbréfi:

Tilgangur UNGíR er að vera bæjarstjórn Reykjanesbæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í bæjarfélaginu. Þjálfa ungmenni yngri en 18 ára í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri skoðunum sínum, áherslum og tillögum við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þannig hafi þau áhrif á nærumhverfi og aðstæður ungmenna í bæjarfélaginu. Ráðið skal gæta þess í störfum sínum að leita eftir sem flestum sjónarmiðum ungs fólks þannig að ályktanir þess og skoðanir endurspegli sem best almennan vilja ungmenna í Reykjanesbæ.


Öll ungmenni sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ eru kjörgeng í UNGíR. ?UNGíR skal skipað 13 fulltrúum og jafn mörgum til vara:
Einn fulltrúi úr hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ og einn til vara, kosinn af nemendaráðum (alls 5 fulltrúar), situr í eitt ár. ?Einn fulltrúi úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og einn til vara, kosinn af nemendafélaginu ( NFS), situr í eitt ár.? Tveir sameiginlegir fulltrúar og tveir til vara, tilnefndir af Skátafélaginu Heiðabúum, Björgunarsveitinni Suðurnes og kirkjufélögum, situr í eitt ár. ?Einn fulltrúi úr félagsmiðstöð Reykjanesbæjar kosinn af Fjörheimaráði og einn til vara, situr í tvö ár. ?Einn fulltrúi Íþrótta- og ungmennafélaga tilnefndur af Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og einn til vara, situr í tvö ár. ?Einn fulltrúi frá Tómstundabandalagi Reykjanesbæjar og einn til vara, situr í eitt ár.? Einn fulltrúi úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, kosinn af nemendum skólans og einn til vara, situr í eitt ár.? Einn fulltrúi ungmenna utan skóla og einn til vara, tilnefndur af sérfræðingum frá Fjölskyldu- og félagsmálasviði Reykjanesbæjar, situr í eitt ár. ?

Tilnefning fulltrúa í UNGíR skal fara fram á tímabilinu 15. febrúar til 14. apríl ár hvert. Kjörtímabil ráðsins er frá 1. september til 30. júní ár hvert. Stefnt skal að því að um helmingur fulltrúa sitji í ráðinu eitt kjörtímabil en hinn helmingurinn tvö kjörtímabil.


Ungmennaráð skal eins og kostur er hafa frumkvæði að umfjöllun mála. Ráðið skal skipta mér sér verkum og kjósa sér formann og ritara. Á fundum ráðsins skal rituð fundargerð sem send skal Bæjarráði Reykjanesbæjar.

Ungmennaráð skal funda a.m.k. tvisvar á ári á kjörtímabilinu, í október og mars. Reykjanesbær skal leggja ráðinu til húsnæði til fundarhalda. Tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar er tengiliður ráðsins við bæjaryfirvöld og bæjarráð og starfar með ráðinu og er því til aðstoðar. Hann boðar til fyrsta fundar ungmennarás við upphaf nýs kjörtímabils UNGRA.


Nefndarfólk skal fá greidda þóknun fyrir fundarsetu sem nemur tveimur fundum árlega.


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skal gera ráð fyrir að funda með ráðinu í aprílmánuði ár hvert. Fundirnir skulu vera opnir almenningi. Tillögur, ályktanir og/eða bókanir sem ráðið hyggst beina til bæjarstjórar skal senda bæjarritara eigi síðar en viku fyrir árlegan fund ráðsins með bæjarstjórn.