Þrettán hjólbörðum stolið
Þrettán hjólbarðar, sem stolið var frá N1, hjólbarðaþjónustu í Reykjanesbæ, fundust við leit lögreglu á Krýsuvíkurvegi, skammt frá Hafnarfirði. Um var að ræða svokallaða "Low Profile“ hjólbarða, sem hurfu eftir að brotist hafði verið inn í fyrirtækið.
Öryggiskerfi fór í gang og öryggisvörður tilkynnti lögreglu að þar hefði verið brotist inn. Fylgst var náið með umferð í nágrenni fyrirtækisins, svo og á leiðum frá Reykjanesbæ, ef þjófarnir skyldu ætla að koma þýfinu úr umdæminu. Tveim dögum síðar fundust dekkin svo þar sem þau höfðu verið skilin eftir á Krýsuvíkurvegi.