Þrettán ára sló lögreglumann
Þrettán ára drengur í Reykjanesbæ sló lögreglumann í andlitið á mánudagskvöld. Hafði móðir drengsins óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem sonur hennar hefði veist að henni og brotið hluti á heimilinu.
Lögreglumenn reyndu að ræða við drenginn með þeim afleiðingum að hann sló annan lögreglumanninn í andlitið sem slasaðist þó ekki við höggið. Málið var tilkynnt Barnaverndarnefnd fékk tilkynningu um málið og var drengnum komið til ömmu hans.
Mynd úr safni