Þrettán ára drengur lést í slysi á Reykjanesbraut
Þrettán ára drengur lést í umferðarslysinu sem varð á Reykjanesbraut klukkan átta í kvöld, en drengurinn var farþegi í fólksbifreið sem lenti í árekstri við fólksflutningabifreið. Slysið varð rétt vestan við Vogaveg og lentu báðar bifreiðarnar utan vegar.Mikil hálka og snjókoma var þegar slysið varð.
Banaslysið á Reykjanesbraut í kvöld er fyrsta banaslysið á Íslandi á þessu ári en tæplega 150 dagar eru liðnir síðan síðast varð banaslys í umferðinni á Íslandi.
VF-mynd: Lögreglumaður við umferðarstjórnun á slysavettvangi í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Banaslysið á Reykjanesbraut í kvöld er fyrsta banaslysið á Íslandi á þessu ári en tæplega 150 dagar eru liðnir síðan síðast varð banaslys í umferðinni á Íslandi.
VF-mynd: Lögreglumaður við umferðarstjórnun á slysavettvangi í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson