Þrennt í jeppa sem valt við Seltjörn
Jeppabifreið valt á Grindavíkurvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkrabílar frá Grindavík og Reykjanesbæ voru sendir á slysstað en þrennt var í bílnum sem valt.
Slysið varð á móts við Seltjörn, en þar hafði talsverð hálka myndast, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en jeppinn er mikið skemmdur eftir veltuna.